Trúnaðarlæknar Medicus eru allir reyndir læknar með mikla reynslu af trúnaðarlæknastörfum.
Við lengri veikindi starfsmanna óska fyrirtæki iðulega eftir ráðgjöf varðandi veikindin og vottorð starfsmanna. Þannig er hægt að óska eftir viðtölum við trúnaðarlækni til að fara yfir veikindavottorð starfsmanns en það er gert, ekki síst, til að tryggja að viðkomandi sé að fá viðeigandi meðferð í veikindum. Þannig aðstoða trúnaðarlæknar starfsmenn oft við að beina þeim í frekari rannsóknir og jafnframt tryggja farsæla endurkomu til starfa á vinnustað og votta um starfshæfni.
Aðkoma trúnaðarlæknis má jafnframt gjarnan vera fyrr í ferli, þegar grunur er á að starfsmaður sé að glíma við heilsubrest sem að hægt væri að aðstoða viðkomandi með og fyrirbyggja fjarvistir eða veikindi. Reglubundin þjónusta trúnaðarlækna hefur einnig sýnt sig að geta minnkað fjarvistir starfsmanna umtalsvert.
Medicus veitir:
- Almenna þjónustu trúnaðarlækna vegna veikinda
- Ráðgjöf vegna langtímaveikinda
- Ráðgjöf vegna skammtímaveikinda
- Ráðgjöf til stjórnenda með mannaforráð
- Trúnaðarlæknar gera starfshæfnimat eftir veikindi