Samkvæmt vinnuverndarlögum nr.46/1980 ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað sem byggir á áhættumati. Markmiðið er að stuðla að öryggi og heiilbrigði starfsfólks og koma í veg fyrir heilsutjón vegna vinnunnar eða vinnuumverfisins.

Læknar Medicus hafa fengið viðurkenningu Vinnueftirlitsins og geta þannig starfað sem óháðir, sérfróðir aðilar við greiningu og hættur í vinnuumhverfi og gert áætlanir um heilsuvernd og forvarnir.  Þeir eru þannig atvinnurekendum, fulltrúum þeirra, öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum og starfsmönnum til ráðuneytis og ráðgjafar við að skapa sem öruggast og heilsusamlegast vinnuumverfi.

Læknar Medicus geta skoðað eftirfarandi þætti við gerð áhættumats:

  • Efni og notkun hættulegra efna á vinnustað
  • Félagslegir og andlegir vinnuverndarþættir (samskipti, upplýsingaflæði, tímaþröng, einelti o.s.frv.)
  • Álag á hreyfi- og stoðkerfi
  • Umhverfisþættir (hávaði, lýsing og birtuskilyrði, hiti, kuldi, titringur, dragsúgur, smitleiðir o.fl.)