Ekki síst í ljósi staðsetningar Medicus í Heilsuklasanum, Bíldshöfða 9, vinnum við náið með öðrum fagaðilum þar.

Iðjuþjálfi

Medicus getur boðið upp á heimsóknir á vinnustaði eða viðtöl við reyndan iðjuþjálfa. Iðjuþjálfi getur til dæmis farið á vinnustaði og í samræmi við hugmyndafræði sinnar starfgreinar greint umhverfið, iðjuna og einstaklinginn og vandamál tengt því. Iðjuþjálfar skoða þannig vinnuaðstæður einnig með tilliti til andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar líðanar. 

Sálfræðiþjónusta

Í Heilsuklasanum Bíldshöfða 9 er sálfræðiþjónusta fyrirtækisins Styðjanda sem sinnir fjölbreyttum hópi skjólstæðinga.  Læknar Medicus geta beint starfsmönnum fyrirtækja í þjónustu til sálfræðinga eftir þörfum. Sálfræðingar Styðjanda halda einnig fjölbreytt námskeið í Heilsuklasanum, svo sem námskeið varðandi streitu og kulnun, líkama og huga og vinsæl námskeið varðandi líðan og langvinna verki sem að hægt er að beina starfsfólki á.

Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfunarþjónusta Stíganda sjúkraþjálfunar er í Heilsuklasanum.  Læknar Medicus geta aðstoðað fólk við að komast til sjúkraþjálfara og jafnframt beint þeim á mismunandi námskeið sem sjúkraþjálfarar bjóða upp á og eru oft ekki síðri kostur.  Þar eru í boði námskeið fyrir einstaklinga sem eiga í erfiðleikum með hreyfingu og störf v.stoðkerfis eða verkjavandamála þar sem boðið er upp á kennslu á æfingum og fræðslu um stoðkerfi, námskeið fyrir einstaklinga sem glíma við orkuleysi, svefnvanda og andlega vanlíðan og námskeið með meiri ákefð þar sem áherslan er að auka styrk og úthald.

Sérgreinalæknar

Í Heilsuklasanum starfa fjölmargir sérgreinalæknar sem læknar Medicus vinna náið með. Þar starfa hjartalæknar,húðlæknar, ofnæmislæknar, skurðlæknir, gigtarlæknar, geðlæknar og taugalæknir og bætist sífellt í þennan hóp.  Í húsinu eru gerðar allar almennar röntgenrannsóknir einnig og sneiðmyndatökur, blóðrannsóknir og taugaleiðnipróf og beinþéttnimælingar.

Íþróttafræðingar og heilsurækt

Medicus hefur náið samstarf við íþróttafræðinga Heilsuklasans og geta boðið starfsmönnum fyrirtækja í þjónustu upp á viðtöl við íþróttafræðing til að fara yfir réttar leiðir til heilsubætingar. Fyrir einkaþjálfun er greitt sérstaklega eftir fjölda skipta í viku og þjónustu íþróttafræðings og eftir því hvort fólk þjálfar eitt eða í hóp með öðrum.

Starfsmenn fyrirtækja í þjónustu Medicus munu njóta sérkjara í slíkum viðskiptum.  Einnig er hægt að fá einstaklingsmiðaðar æfingaráætlanir með aðgang að tækjasal og þeirri þjónustu sem honum fylgir, kennslu á tæki og mælingar í líkamsgreiningartæki með sama afslætti. Þar eru mismunandi fjöldi einkatíma innifaldir eftir því hvaða þjónustuleið er valin.

Í Heilsuklasanum eru jafnframt fjölmörg námskeið í boði, allt frá kröftugum tímum þrisvar í viku til jóga og vatnsþjálfunar eða Zumbatíma. Einnig er í boði námskeið hannað fyrir þá sem glíma við einkenni kvíða og þunglyndis og streitu sem notið hefur mikilla vinsælda.

Næringarfræðingur, markþjálfi, félagsráðgjafi

Nýverið tóku til starfa í Heilsuklasanum næringarfræðingur, reyndur markþjálfi og félagsráðgjafi sem sinnir mikið til fólki í vanda í kringum skilnað og getum við beint fólki í viðtöl til þessara aðila.