Medicus býður upp á heilsufarsskoðanir fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Í samráði við trúnaðarlækni og hjúkrunarfræðing er boðið upp á skoðun og heilsufarsmælingu sem er viðeigandi fyrir hvern starfsmannahóp eða einstakling. Medicus mun ekki síst leggja áherslu á mat á streitu, svefnvanda og andlegri heilsu til jafns á við almennar heilsufarsskoðanir. Auk skoðunar er veitt ráðgjöf varðandi heilsuna og hugsanleg úrræði.
- Almenn heilsufarsskoðun
- Almenn heilsufarsskoðun og viðtal við heilbrigðisstarfsmann
- Mat á andlegri heilsu og ráðgjöf
- Mat á líðan og álagi í vinnu
Í boði eru mismunandi heilsufarsskoðanir, auk sértækra skoðanna, sé þess óskað.
Heilsufarsskoðun 1
farið yfir almennt heilsufar, andlega líðan, streitu, svefngæði, hæð, þyngd, mittismál, BMI, mældur blóðþrýstingur, mælt kólesteról úr fingri og blóðsykur úr fingri.
Hjúkrunarfræðingur sér um að gera skoðun og fara yfir þessi atriði en trúnaðarlæknir er kallaður til sé þess óskað.
Heilsufarsskoðun 2
þá eru gerðar venjulegar blóðprufur og skoðuð þvagprufa fyrir viðtalið og farið er yfir sömu atriði og í Heilsufarsskoðun 2. Hjúkrunarfræðingur sér um að gera skoðun og fara yfir atriði og setur viðkomandi skjólstæðing upp í áhættureikni fyrir kransæðasjúkdóma meðal annars og ráðfærir sig við trúnaðarlækni sé þörf á.
Af þessari skoðun gæti orðið úr, sé áhætta umtalsverð fyrir hjartasjúkdómum að skjólstæðingur sé sendur í sneiðmyndatöku af kransæðum.
Heilsufarsskoðun 3
enn ítarlegri en heilsufarsskoðun 3, tekið hjartalínurit, gert öndunarfærapróf, fitu-og vöðvamæling og fleira. Starfsmaður fær niðurstöður á skriflegu formi með ráðleggingum um úrbætur sé þess þörf og hittir lækni.
Heilsufarsskoðun vegna starfa erlendra aðila á Íslandi
Fyrirtæki leita í auknum mæli til Medicus til að fá útgefin vottorð vegna starfa erlendra starfsmanna í Íslandi. Skv.lögum þarf starfsmaður að koma í heilbrigðisskoðun í samræmi við ákvæði sóttvarnalaga nr. 19/1997 og reglugerðar nr. 131/1999.
Starfsmaður kemur þá til okkar í læknisskoðun og gert er berklapróf hjá einstaklingum yngri en 35 ára en röntgenmynd af lungum hjá þeim sem eru eldri en 35 ára.
Gerð er blóðprufa þar sem leitað er að smitsjúkdómum eins og HIV, lifrarbólgu B og C og sárasótt.
Einstaklingar gætu þurft að fara í fleiri rannsóknir sé ástæða til en koma svo í endurkomu 2-3 dögum eftir fyrstu komu, til aflesturs berklaprófs.
Sérstakar skoðanir
Endilega hafið samband séu einhverjar spurningar varðandi sérstakar skoðanir starfsfólks